Bravi Skilvirk og örugg

Leonardo HD er fyrsta lyftan á staðinn og síðust til að fara! Önnur kynslóð hinna þrautreyndu Leonardo-vinnulyfta gerir þér kleift að vinna í allt að 5 metra hæð.Hún er afar lipur í notkun við erfiðar vinnuaðstæður. Hægt að aka í allt að 35% halla.

SKILVIRKNI OG FJÖLHÆFNI


Auðvelt er að aka Leonardo HD í gegnum dyraop og inn í þröng rými þar sem þyrfti að nota vinnupalla eða stiga. Byltingarkennd smæð Leonardo HD lyftunnar, fjölhæfnin, lipurðin og sú staðreynd að hún vegur aðeins 510 kg þýðir að hún kemst inn í flestar lyftur, nær auðveldlega upp á efstuhæðir og hægt er að aka henni í gegnum venjuleg dyraop án þess að stjórnandinnþurfi að stíga af pallinum.

ÖRYGGI

LEONARDO-lyftan fer hratt yfir (3 km/klst. með pallinn niðri, 0,6 km/klst. með hann uppi), og þar sem hún ber 180 kg getur hún lyft stjórnandanum með verkfærum og efni upp í æskilega hæð. Þetta dregur verulega úr hættu á slysum af völdum þess að þurfa oft að hlaða þungu efni á lyftuna og skilvirkni hvers einstaklings er hámörkuð þar sem enginn óþarfa tími fer í að endurstaðsetja lyftuna. LEONARDO HD lyftan er með 87 mm veghæð, ásamt því að vera einstaklega fyrirferðarlítil og með læsibúnað á framhjólunum, sem þýðir aðhún getur ekið fram og til baka í beinni línu og þannig getur stjórnandinn unnið í mjög þröngu rými, sem um leið dregur verulega úr hættunni á því að gera mistök.

HEIMASÍÐA FRAMLEIÐANDA